Bændurnir Marteinn, Kristín og Haukur sonur þeirra endunýjuðu nýlega Lely A2 mjaltaþjóninn sem séð hefur um mjaltir á Kvíabóli frá árinu 2005. Í stað þess eldri settu þau upp Lely A5 mjaltaþjón af nýjustu gerð. Nýji mjaltaþjónninn var gangsettur fyrir  nokkrum dögum síðan og eftir er að ljúka ýmsum lokafrágangi. Nýja Lely A5 mjaltaþjóninum var valin önnur staðsetning en þeim eldri. Það eru alltaf einhver viðbrigði fyrir kýrnar að samþykkja nýjan mjaltaþjón en á aðeins 5 dögum eru mjaltir komnar á sama stað og áður og eru á uppleið. Kýrnar kunna sérlega vel að meta nýja mjaltaþjóninn. 

Á Kvíabóli er einnig umfangsmikil nautgriparækt sem mjög skemmtilegt er að skoða. Nýlegt gripahús og virkilega vel að öllu staðið í uppeldri kálfa með Lely kálfafóstru. 

Images and videos of this project

Top