Sölumennirnir okkar eru mjög áhugasamir um landbúnað. Þeir hafa þekkingu og reynslu til að kynna þér nýjustu tækni sem hentað gæti þínu búi.
Lely Center Ísland
Við sérhæfum okkur í sölu á hátækni tækjum til landbúnaðarstarfa frá hollenska félaginu Lely.
Hjá okkur starfa 5 sérþjálfaðir og þrautreyndir Lely þjónustumenn sem sinna viðskiptamönnum okkar 24 tíma á sólarhring, allt árið um kring.
Við bjóðum Lely mjaltaþjóna, flórgoða og fóðurkerfi sniðin að þörfum íslenskra bænda.
Stór hluti starfsemi okkar er síðan að útvega varahluti og rekstrarvörur fyrir bændur sem við seljum í verslunum okkar í Reykjavík og á Akureyri. Leitaðu svara hjá varahluta sérfræðingunum okkar .
Hafðu samband
Mánudaga til Fimmtudaga frá 8:00 til 17:00
Föstudaga frá 8:00 til 16:00
Lokað um helgar
Við sérhæfum okkur í sölu á hátækni tækjum til landbúnaðarstarfa frá hollenska félaginu Lely.
Hjá okkur starfa 5 sérþjálfaðir og þrautreyndir Lely þjónustumenn sem sinna viðskiptamönnum okkar 24 tíma á sólarhring, allt árið um kring.
Við bjóðum Lely mjaltaþjóna, flórgoða og fóðurkerfi sniðin að þörfum íslenskra bænda.
Stór hluti starfsemi okkar er síðan að útvega varahluti og rekstrarvörur fyrir bændur sem við seljum í verslunum okkar í Reykjavík og á Akureyri. Leitaðu svara hjá varahluta sérfræðingunum okkar .
Kynntu þér forstjórann
Frá stofnun félagsins höfum við kappkostað að veita afbragðs þjónustu, bæði fyrir og eftir að kaup á fjósabúnaði eiga sér stað. Það hefur verið okkar markmið að vinna náið með bændum þannig að þeir sjái hag í samstarfinu og nái bæði aukinni framleiðni og fjárhagslegri hagkvæmni í sínum rekstri.
Okkar lið af sölumönnum, þjónustumönnum og varahlutamönnum hefur það ávallt í fyrirrúmi að ná sem mestri og hagkvæmastri rekstrarútkomu með notkun tækjanna frá Lely.
Skilar flórnum skínandi hreinum, komin mjög góð reynsla í margskonar fjósum á Íslandi.
• Nú þegar uppsettur í 40 fjósum á Íslandi
• Vinnur bæði á lokuðum flórum og steinbitum
• Sogar mykjuna upp í sig og sleppir henni í brunn eða niður um steinbita
• Úðar vatni á undan sér og eftir sem gerir flórana stamari
• Hagkvæm lausn í eldri fjós með steyptum flórum
• Tækið vinnur allan sólarhringinn
• Sveigjanlegt leiðarkerfi. Mismunandi leiðir
• 340 lítra mykjuhólf
• Lengd: 1411 mm. Breidd: 1188 mm. Hæð: 606 mm
• Annar allt að 500 m² af flórnum
• Stjórnað með „appi“ í snjallsímanum
Innifalið:
Flutningur heim á bæ
Uppsetning á hleðslustöð frá Lely
Uppsetning á vatnsáfyllingarstöð
Frágangur við losunargat
Forritun fyrstu leiða
Símaaðstoð í framhaldi af uppsetningu
JÓLATILBOÐ 5.480.000.- kr + vsk* (4 stk í boði)
Fullt verð 5.790.000.- kr + vsk*
Heyrið endilega í sölumönnum okkar Jóni Stefáni í síma 822-8616 (jonstefan@lci.is) eða Jóhannesi 822-8636 (johannes@lci.is)
Afhending á tímabilinu des 2022 - feb 2023
*Miðað við gengi EUR 145
BæklingurBæklingar
Starfsmenn okkar
Þegar viðskiptavinur velur tæki frá Lely, velur hann einnig margra ára samstarf við okkar frábæra hóp Lely þjónustamanna. Sérmenntaðir af Lely til að sjá til þess að tækin skili alltaf úrvals árangri. 24/7
Fréttir
Jólatilboð!
Lely Discovery Collector 120
Skilar flórnum skínandi hreinum, komin mjög góð reynsla í margskonar fjósum á Íslandi.
Kynningarmyndband - Lely Discovery 120 Collector flórgoðinn
Hér finnið þið stutta powerpoint sýningu í myndbandsformi um Lely 120 Collector flórgoðann.
Ef þú smellir HÉR færðu svo upp bækling um Lely Discovery tækin.
Heimsókn á Brúnastaði
Við litum inn til bændanna á Brúnastöðum, Ágústs Inga Ketilssonar og Elínar Magnúsdóttur, þar sem verið er að klára uppsetningu og undirbúa gangsetningu á LELY A5 mjaltaþjóni, ásamt flórgoða af gerðinni Lely Collector 120 og 5.000 lítra Lely mjólkurtanki.
Fyrsti bærinn á Norðurlandi með Horizon
Þann 26. október síðast liðinn tók fyrsti Lely bærinn á Norðurlandi í notkun nýja Lely Horizon bústjórnarforritið.
Opið fjós hjá Stærri-Bæ 16.10.2021
Fjölskyldan á Stærri-Bæ bauð okkur í heimsókn til að fagna uppsetningu á Lely A5 mjaltaþjóninum í glæsilega nýja fjósinu þeirra.
Fyrsti Lely Horizon tekinn í notkun
Þann 14. október síðast liðinn tók fyrsti Lely bærinn á Íslandi nýja Lely Horizon bústjórnarforritið í notkun.
Það gerðist hjá Hermanni Geir og Sigrúnu Björgu á Miðdalskoti.
Það verður spennandi að fylgjast með hvernig fyrstu notendum líst á nýja hugbúnaðinn.