Þann 26. október síðast liðinn tók fyrsti Lely bærinn á Norðurlandi í notkun nýja Lely Horizon bústjórnarforritið.
Það voru þau Haukur, Marteinn og Kristín á Kvíabóli sem tóku skrefið að þessu sinni.
Það var ekki annað að sjá á Hauki en að honum litist mjög vel á nýja hugbúnaðinn.
Haukur mun í framhaldinu aðstoða okkur – sem notandi – við að leiðbeina öðrum bændum á Norður- og Austurlandi í notkun þessa nýja bústjórnarforrits frá Lely.
Í beinu framhaldi af því að Lely Horizon var sett upp í tölvunni á bænum var hægt að sækja það í snjallsímann og stýra öllum aðgerðum í fjósinu úr snjallsímunum, hvar sem er og hvenær sem er.
Nú mun uppfærslan eiga sér stað á hverjum bænum á fætur öðrum.
Næstu bæir eru Skipholt, Vatnsskarðshólar Brúnastaðir, Stóra Mörk, Hurðarbak, Dagverðareyri, Litli Dunhagi. Stöðugt bætist á listann!
Stefnt er að því að fljótlega á árinu 2022 verði allir Lely mjaltaþjónanotendur með A3, A4 og A5 komnir með nýja Lely Horizon bústjórnarkerfið í notkun.