Þann 14. október síðast liðinn tók fyrsti Lely bærinn á Íslandi nýja Lely Horizon bústjórnarforritið í notkun.
Það gerðist hjá Hermanni Geir og Sigrúnu Björgu á Miðdalskoti.
Það verður spennandi að fylgjast með hvernig fyrstu notendum líst á nýja hugbúnaðinn.
Hermann Geir mun í framhaldinu aðstoða okkur – sem notandi – við að leiðbeina öðrum bændum í notkun þessa nýja bústjórnarforrits frá Lely.
Í beinu framhaldi af því að Lely Horizon var sett upp í tölvunni á bænum var hægt að sækja það í snjallsímana, þannig að nú geta þau bæði stýrt öllum aðgerðum í fjósinu úr snjallsímunum, hvar sem er og hvenær sem er.
Nú mun uppfærslan eiga sér stað á hverjum bænum á fætur öðrum.
Næstu bæir eru Kvíaból í Kinn, Skipholt, Vatnsskarðshólar og Brúnastaðir.
Og í framhaldi af því koma þeir bæir sem komnir eru á lista og hafa óskað eftir að taka Lely Horizon í notkun sem fyrst.
Stefnt er að því að fljótlega á árinu 2022 verði allir Lely mjaltaþjónanotendur með A3, A4 og A5 komnir með nýja Lely Horizon bústjórnarkerfið í notkun.