Fjölskyldan á Stærri-Bæ bauð okkur í heimsókn til að fagna uppsetningu á Lely A5 mjaltaþjóninum í glæsilega nýja fjósinu þeirra. 

Það ríkti mikil gleði og eftirvænting á bænum þegar fjósið var undirbúið fyrir gesti dagsins. 

Fjósið er búið öllum besta búnaði frá Lely: A5 mjaltaþjónn, kjarnfóðurbás af P-gerð, flórgoði SW90 og Lely ljós með næturlýsingu. Einnig er brynningin í fjósinu frá LCI Lely Center Ísland. 

Fjöldi sveitunga og gesta komu og samglöddust með fjölskyldunni. 

Við óskum þeim til hamingju með flott fjós. 

Images and videos of this project

Top